Forsíða
Fullveldislundur Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Mánudagur, 18. júní 2018 05:32

Gróðursetning Fullveldislundar í Sandahlíð


Laugardaginn 23. júní kl. 14-16 verður aldarafmæli fullveldis Íslands minnst með gróðursetningu Fullveldislundar á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð. Létt og skemmtileg gróðursetning fyrir alla og mun Frú Vigdís Finnbogadóttir taka þátt í henni.

Verkfæri á staðnum og aðstoðarmenn og skógfræðingar leiðbeina við gróðursetningu.

Veitingar í boði fyrir gesti og Hestamannafélagið Sprettur býður yngri kynslóðinni á hestbak. Leiktæki fyrir börn. Næg bílastæði á svæðinu.

Hjartanlega velkomin í skóginn milli kl. 14:00 – 16:00 en Sandahlíðin er vaxin fallegum útivistarskógi, sem gaman að njóta. 

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á  https://www.skogargatt.is/ og www.skoggb.is

Skógræktarfélag Garðabæjar

Skógræktarfélag Íslands

 

 

 Síðast uppfært: Mánudagur, 18. júní 2018 05:40
 
Yrkja vor 2018 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Sunnudagur, 10. júní 2018 07:53Yrkjugróðursetning nemenda grunnskóla

 

 

Nemendur tveggja grunnskóla í bænum tóku þátt í gróðursetningu yrkjuplantna í dag 5. júní.


Allir nemendur Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum gróðursettu birkiplöntur í móann austan við skólann.


Nemendur 4. bekkja Flataskóla gróðursettu birkiplöntur í Bæjargarðinn í Garðahrauni.


Aðrir skólar í bænum gera ráð fyrir þátttöku í yrkjugróðursetningu nk. haust í byrjun skólaárs.

Grunnskólar í Garðabæ hafa ævinlega verið virkir þátttakendur í yrkjuverkefninu. 
Kolefnisjöfnun Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Mánudagur, 04. júní 2018 20:55

Kvenfélagskonur kolefnisjafna í Smalaholti


Það skein sól, loksins eftir langvarandi rigningar, þegar 18 kvenfélagskonur komu saman í Smalaholti á dögunum. Þær gróðursettu 83 trjáplöntur í reit félagsins en tilgangurinn var að hittast og kolefnisjafna flugferð félagsins.


Vorferð félagsins var til Edinborgar daganna 4.–7. maí og kom upp sú hugmynd að kolefnisjafna flugið með því að gróðursetja í kvenfélagsreitinn.


Konum var boðið uppá kakó og nýbökuð horn að lokinni gróðursetningu.


Skógarnefnd Kvenfélags GarðabæjarSíðast uppfært: Mánudagur, 04. júní 2018 21:12
 
Fuglarannsókn 2017 Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 11. apríl 2018 21:09

Fuglategundum fjölgar í skóginum


Talsverðar breytingar hafa orðið á fuglalífi í Smalaholti og í Sandahlíð á undanförnum 14 árum samkvæmt niðurstöðum nýrlegrar rannsóknar fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og Ólafs Einarssonar en þeir stóðu að sambærilegri rannsókn árið 2003. Fleiri tegundir voru skráðar nú og töluverðar breytingar urðu á þéttleika sumra tegunda. Breytingarnar eru eðlilegar miðað við vaxandi skóg- og uppgræðslu á svæðinu í kjölfar beitarfriðunar. Spói, stelkur, svartþröstur og auðnutittlingur eru tegundir sem voru taldar nú en komust ekki á blað árið 2003. Þá hefur skógarþröstum fjölgað verulega en þúfutittlingi og heiðlóu fækkað að sama skapi.


Skýrslan heitir: Mófuglar í landi Skógræktarfélags Garðabæjar á Smalaholti og í Sandahlíð sumarið 2017 og er hægt að nálgast hana hér að neðan. 


 

Viðhengi
SkráLýsingStærðSíðast breitt
Download this file (Fuglar_Skógr_Garðab_2017.pdf)Fuglar_Skógr_Garðab_2017.pdfFuglatalning 20171638 Kbmið 11.apr 2018 21:15
Síðast uppfært: Miðvikudagur, 11. apríl 2018 22:06
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 3 af 26

Viðburðadagatal

Janúar 2019
M Þ M F F L S
31 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 1 2 3

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt