Forsíða
Gróðursetning Grænu bylgjunnar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Fimmtudagur, 17. júní 2010 09:14

Gróðursetning Grænu bylgjunnar

 

Föstudaginn 21. maí komu börn frá grunnskólum á öllu höfuðborgarsvæðinu saman innan síns sveitarfélags til að gróðursetja tré undir hatti Grænu bylgjunnar (Green Wave), sem er alþjóðlegt verkefni sem „Samningurinn um líffræðilegan fjölbreytileika“ stendur fyrir í tengslum við dag líffræðilegs fjölbreytileika 22. maí. Þennan dag gróðursetja börn um víða veröld tré og mynda þannig Græna bylgju um allan heiminn, en viðburðinum er ætlað að vekja athygli á hugtakinu líffræðilegur fjölbreytileiki og leyfa skólabörnum að hafa áhrif, eitt tré og eitt skref í einu.

Skógræktarfélag Íslands, Yrkjusjóður - sjóður æskunnar til ræktunar landsins - og umhverfisráðuneytið efndu til þessa viðburðar á höfuðborgarsvæðinu, en þar var gróðursett innan hvers sveitarfélags - við Varmárskóla í Mosfellsbæ, við Gufunesbæ í Reykjavík, við Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, við skógarreit við Tungu (rétt hjá Lindaskóla) í Kópavogi, á Smalaholti í Garðabæ, á Víðistaðatúni í Hafnarfirði og við Álftanesskóla á Álftanesi. Tókst þetta vel til, en gróðursetjarar voru á öllum aldri, frá fyrsta upp í tíunda bekk.

Fjölmennasti viðburðurinn var í Reykjavík, enda flestir skólar innan þess sveitarfélags, og mættu þangað Vigdís Finnbogadóttir, fyrir hönd Yrkjusjóðs og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Auk þess mættu nemar (fullorðnir) í Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna og tóku þátt í að gróðursetja með börnunum.

 

           einargunnarsson                         gardaskoli                     

  Einar Gunnarsson hjá Skógræktarfélagi Íslands flytur ávarp                                   Garðaskóli 

 

          sjalandsskoli                       hofsstadaskoli

                            Sjálandsskóli                                                                  Hofsstaðaskóli

 

          flataskoli

                                 Flataskóli

 

 

 

      i

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hjakjhdkahdk      

Síðast uppfært: Fimmtudagur, 17. júní 2010 10:23
 
Úttekt Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Laugardagur, 01. maí 2010 12:55

Úttekt á skógum heimsins

 

Nú er búið að birta á vef Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, skýrslur allra landa sem tóku þátt í úttekt á skógum heimsins 2010 (e: GLOBAL FOREST RESOURCES
ASSESSMENT 2010 stytt: FRA2010): sjá:
http://www.fao.org/forestry/62318/en/
Þar á meðal er skýrsla Íslands. sjá: http://www.fao.org/forestry/20262-1-127.pdf
FAO er búið að gefa út lykilatriði (e: key findings) fyrir FRA2010 sjá: http://www.fao.org/forestry/fra/fra2010/en/
en lokaskýrslan er enn í vinnslu og á að koma út í október á þessu ári.

 
Vinnukvöld Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Vefstjóri   
Miðvikudagur, 28. apríl 2010 08:03

Vinnu- og samverukvöld á þriðjudagskvöldum í maí og júní

 

Að venju hefjum við vinnukvöld vorsins nú í byrjun maí með hreinsunarátaki á skógræktarsvæðunum. Vinnukvöldin eru alltaf á þriðjudögum og er mæting kl. 20:00 við aðstöðu félagsins við Vífilsstaðaveg / Elliðavatnsveg. Alltaf er gott að taka með sér nesti.

 

Næsta þriðjudagskvöld 4. maí byrjum við á því að hreinsa til á svæðinu í Hádegisholti en hreinsunarátakinu í Garðabæ, Hreinsað til í nærumhverfinu, lýkur 7. maí.

 

Þriðjudagskvöldið 11. maí er síðan stefnt að því að hæla út nýjan stíg í Smalaholti, í framhaldi af stígnum sem lagður var þar í fyrrasumar. Næstu þriðjudaga þar á eftir verður hlúð að plöntum, hugað að gróðursetningum eða öðrum nauðsynlegum vorverkum á svæðunum.

 

Brynjudalsferðin margrómaða verður síðan farin þriðjudaginn 1. júní n.k. og þá er mæting kl. 18:00 frá aðstöðu félagsins.

 

Breytingar sem kunna að verða á þessari dagskrá verða kynntar jafnóðum á heimasíðu félagsins.

 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 Næsta > Síðasta >>

Síða 25 af 25

Viðburðadagatal

Nóvember 2018
M Þ M F F L S
29 30 31 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 1 2

Skoðanakönnun

Hvað er uppáhalds tréð þitt