Skip to main content

Aðalfundur 2018

Með apríl 4, 2018janúar 21st, 2019Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2018

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn mánudaginn 23. apríl 2018 og hefst kl. 20:00.

Fundarstaður: Safnaðarheimilið Kirkjuhvoll við Kirkjulund

 

DAGSKRÁ:

1.         Venjuleg aðalfundarstörf:

1.1.           Kjör fundarstjóra

1.2.           Skýrsla stjórnar 2017

1.3.           Reikningar félagsins 2017

1.4.           Ákvörðun um félagsgjöld 2018

1.5.           Stjórnarkjör. Kjósa skal þrjá aðalmenn og þrjá til vara, auk skoðunarmanns reikninga og einn til vara.

2.         Önnur mál

3.         Kaffiveitingar í boði félagsins

 

4. Gestir fundarins Þráinn Hauksson frá Landslagi ehf. og Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, fjalla um Vífilsstaðaland. Nú fer fram skipulagsvinna eftir samkeppni að rammaskipulagi á landi Vífilsstaða sem Garðabær keypti á síðasta ári. Einnig kynna þeir tillögu að hönnun Bæjargarðs í jaðri Garðahrauns.


Umræður og fyrirspurnir.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir.


Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar