Skip to main content

Atvinnuátak

Með mars 15, 2010janúar 21st, 2019Fréttir

Atvinnuátak 2009 – 2011

Þegar ljóst varð í upphafi árs 2009 að stórfellt atvinnuleysi myndi blasa við þjóðinni þá ákvað stjórn Skógræktarfélags Íslands að bjóða fram mannaflsfrek verkefni á sviði skógræktar sem hefðu það að markmiði að bæta útivistarsvæðin í upplandi höfuðborgarsvæðisins og á skógræktarsvæðum víðsvegar á landsbyggðinni. Tekið af vef S.Í. og sjá nánar skog.is

 

Skógræktarfélag Garðabæjar bauð bæjaryfirvöldum í Garðabæ til samstarfs við Atvinnuátak S.Í. 2009 með skipulagningu verkefna á skógræktarsvæðunum. Samningur var undirritaður í júní 2009 milli þessara þriggja aðila um verkefni fyrir 100 starfsmenn í tvo mánuði (júní/júlí). Verkefnið tókst vel sumarið 2009. Unnið var að fjölbreyttum verkefnum á svæðunum, þeirra stærst var lagning útivistarstígs á Smalaholti sem er fyrsti áfangi í gerð útivistarstíga á svæðinu.

Stjórn félagsins er reiðubúin til áframhaldandi samstarfs 2010.