Haustferð 2015

Með ágúst 11, 2015 janúar 21st, 2019 Fréttir

Haustferð 5. september 2015

 

Haustferðir Skógræktarfélags Garðabæjar á undanförnum árum hafa heppnast ágætlega og mælst vel fyrir. Þar hafa félagsmenn fengið fræðslu um ræktun skóga og tegundaval. Þessar ferðir eru þó ekki síst skemmtiferðir í góðum félagsskap.

 

Á þessu hausti efnum við til ferðar um Kjósina þar sem komið verður við hjá þremur ræktendum.

 

Skógræktarfélagið leggur til rútu í ferðina en þátttakendum er bent á að taka með sér nesti til dagsferðar og klæðnað eftir veðri.

 

Brottför laugardag 5. september kl: 9.00 frá bílastæði á efra Garðatorgi.

 

Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst eigi síðar en fimmtudagskvöldið 3. sept nk. til formanns: Erlu Biljar Bjarnardóttur, netfang: bil@internet.is eða síma: 820 8588.

 

Takið laugardaginn 5. september frá til haustferðar skógræktarfélagsins.

Fylgist nánar með á vef félagsins www.skoggb.is

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar