Skip to main content

Kolefnisjöfnun

Með júní 4, 2018janúar 21st, 2019Fréttir

Kvenfélagskonur kolefnisjafna í Smalaholti


Það skein sól, loksins eftir langvarandi rigningar, þegar 18 kvenfélagskonur komu saman í Smalaholti á dögunum. Þær gróðursettu 83 trjáplöntur í reit félagsins en tilgangurinn var að hittast og kolefnisjafna flugferð félagsins.


Vorferð félagsins var til Edinborgar daganna 4.–7. maí og kom upp sú hugmynd að kolefnisjafna flugið með því að gróðursetja í kvenfélagsreitinn.


Konum var boðið uppá kakó og nýbökuð horn að lokinni gróðursetningu.


Skógarnefnd Kvenfélags Garðabæjar