Skip to main content

Undirritun samstarfssamnings

Með mars 16, 2017janúar 21st, 2019Fréttir

Undirritun samstarfsamnings

Gunnar Einarsson bæjarstjóri undirritaði samstarfsamning Garðabæjar við Skógræktarfélag Garðabæjar ásamt stjórnarfólki félagsins.


Stjórn félagsins hefur unnið að endurnýjun samstarfsamningsins sem bæjarstjórn samþykkti 2. mars síðastliðinn.

 

Undirritunin fór fram á aðalfundi Skógræktarfélagins sem haldinn var í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.

 

Þegar hefðbundin aðalfundarstörf voru að baki og samningurinn undirritaður, hélt gestur fundarins, Ólafur Njálsson frá gróðrarstöðinni Nátthaga, fróðlegt erindi um þintegundir.