Skip to main content

Félagsstarf

Innra starf skógræktarfélagsins samanstendur af aðalfundi, fræðslufundum, haustferðum og vinnu- og samverukvöldum félagsmanna.

Boð eru send félagsmönnum um tölvupóst, en nettengdir félagsmenn eru í meirihluta. Til þeirra sem ekki eru nettengdir eru tilkynningarnar bornar út. Tilkynningar munu birtast á vefsíðunni www.skoggb.is

Haustfundir eru jafnframt fræðslufundir

Þeir eru haldnir í október eða nóvember. Undanfarin ár hefur verið boðið uppá ferðasögur með myndum af kynnisferðum, sem Skógræktarfélag Íslands skipuleggur ásamt samstarfsaðilum um kynnisferðir til annarra landa.  Oftast hefur hópur skógræktarfélaga úr Garðabæ sótt þessar ferðir og haldið myndasýningu á sínum myndum.

Haustfundir gefa líka tilefni til að hittast og fjalla um önnur mál sem efst eru á baugi hverju sinni.

Haustferðir Skógræktarfélags Garðabæjar

Úr haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar árið 2019.

Haustferðir Skógræktarfélags Garðabæjar hafa sér ekki fyrirmynd frá öðrum systurfélögum. Þetta eru

dagsferðir fyrsta eða annan laugardag í september sem hafa mælst mjög vel fyrir og félagsmenn vonast eftir.

Fyrsta ferðin var farin haustið 1998 sem tilbreytni í félagsstarfi á 10 ára afmæli félagsins, skemmst er frá því að segja að haustferðirnar hafa verið fastur liður síðan.

Dagskráin er fjölbreytt, heimsótt skógræktarfélög skoðuð ræktun þeirra og fræðst um þau, vinsælt er að heimsækja gróðrarstöðvar  – fræðast um þær og gera smá innkaup.

Við erum fundvís á ræktun fjölskyldna og einstaklinga og þar leynist fróðleikur sem ræktunarfólk þyrstir í. Þjóðskógarnir hafa verið heimsóttir og starfstöðvar þeirra, einnig er fróðlegt að skoða ræktun hjá skógarbændum.

Skógræktarfélagar koma alltaf sælir og ánægðir heim í Garðabæinn að kvöldi eftir vel heppnaða ferð í góðum félagsskap.

Vinnu- og samverukvöld

Félagar í skógræktarfélaginu stika út nýjan útivistarstíg.

Frá stofnun félagsins hafa vinnu- og samverukvöld verið  starfrækt þ.e.a.s. yfir tvo áratugi. Þetta er angi af sjálfboðaliðastarfi skógræktarfélagsins. Safnast er saman í aðstöðu félagsins nálægt gatnamótum Vífilsstaðavegar og Elliðavatnsvegar, kl. 20 á þriðjudagskvöldum í maí og júní. Þaðan er farið út á skógræktarsvæðin til gróðursetninga, hlúð að plöntum, eða svæðin skoðuð.

Alltaf er sest niður í lokin og spjallað yfir kaffisopa og skráð í dagbókina. Þessar kvöldstundir taka um tvær klukkustundir.

Þegar farið er upp í Brynjudal, er lagt af stað úr aðstöðu félagsins kl. 18:00.

Gróðursetningar gegnum árin

Gróðursetningar á svæðunum hafa gegnum árin verið framkvæmdar af félagsmönnum, af reitahöfum á svæðunum sem eru skólarnir í bænum, félagsamtök og fjölskyldur. Einnig hafa  hópar ungs fólks í Garðabæ tekið þátt í gróðursetningum á svæðin við sumarvinnu, svokallaðir skógræktarhópar.

Umsjón með persónuverndarstillingum

Afar Nauðsynlegt

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Notendasamskipti

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér reynslu markaðssetningar til hins ýtrasta á veraldarvefnum. Allar aðgerðir/áætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostur fyrir hvern ritstjóra vefseturs sem og aðra.

_
_ir