Skip to main content

Atvinnuátak 2009-2012

Þegar ljóst varð í upphafi árs 2009 að stórfellt atvinnuleysi myndi blasa við þjóðinni, ákvað stjórn Skógræktarfélags Íslands að bjóða fram mannaflsfrek verkefni á sviði skógræktar sem hefðu það að markmiði að bæta útivistarsvæðin í upplandi höfuðborgarsvæðisins og á skógræktarsvæðum víðsvegar á landsbyggðinni.

Samstarf við yfirvöld

Skógræktarfélag Garðabæjar bauð bæjaryfirvöldum í Garðabæ til samstarfs við Atvinnuátak Skógræktarfélags Íslands 2009 með skipulagningu verkefna á skógræktarsvæðunum. Samningur var undirritaður í júní 2009 milli þessara þriggja aðila um verkefni fyrir 100 starfsmenn í tvo mánuði (júní/júlí). Verkefnið tókst það vel að því var haldið áfram í fjögur sumur.

Unnið var að fjölbreyttum verkefnum á skógræktarsvæðunum í nafni atvinnuátaksins svo sem lagningu útivistarstíga, viðhaldi eldri stíga, uppgræðslu, grisjun, gróðursetningu, gerð áningarstaða, lúpínuheftingu og ruslatínslu. , þeirra stærst var lagning útivistarstígs á Smalaholti sem er fyrsti áfangi í gerð útivistarstíga á svæðinu. Þá var komið upp trjásýnireit í Smalaholti með fjölbreyttum tegundum af trjám og runnum til að gleðja þá sem leið eiga um skóginn.

Blómarósir úr Garðabæ vinna að stígagerð í Smalaholti.

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, handsala samning um atvinnuátak.