Skip to main content

Sveiflum haka og rætkum nýjan skóg

Með júní 2, 2024Fréttir

Fyrsta vinnukvöld Skógræktarfélags Garðabæjar heppnaðist svo vel að ákveðið hefur verið að blása til annars á morgun, mánudaginn 3. júní. Safnast verður saman við aðstöðu félagsins við Vífilsstaðaveg kl. 19 og farið þaðan á skógræktarsvæðin þar sem haldið verður áfram með áburðargjöf, hreinsun meðfram stígum og lagfæringar og snyrtingar. Þá stendur einnig til að gróðursetja nokkur tré.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar