Skip to main content

Sandahlíð

Um 46 ha að stærð úr landi Vífilsstaða

Staðsetning austan við Vífilsstaðavatn og liggur sunnan við Kjóavelli. Aðkoma er frá Elliðavatnsvegi og þar er grænt landgræðsluskógaskilti. Skógræktarskipulag af Sandahlíð var gert 1993 af Arnóri Snorrasyni skógfræðingi. Svæðið er nær fullplantað.

Áburðargjöf á trjáplöntur og önnur umhirða. Félagið útbjó áningarstað á Sandaflöt 1995 samkvæmt tillögu Þráins Haukssonar landlagsarkitekts með grilli og nokkrum útiborðum. Góð aðstaða er á flötinni, leiktæki hlaupaköttur, rólur og sandkassi. Félagið lagði veg inn á svæðið og stórt bílaplan.

Útivistarstígar eru frá bílastæði í vestur að mörkum svæðisins í átt að Vífilsstaðavatni og austur að mörkum Kópavogs. Sandahlíð býður uppá útivist til leikja og í næði frá umferð. Fuglalíf þar fjölbreytt.