Skip to main content

Græni stígurinn

Gert er ráð fyrir að Græni stígurinn liggi um Græna trefilinn, samfelld skógræktar- og útivistarsvæði sem umlykja höfuðborgarsvæðið. Reiknað er með að stígurinn verði um 50 km langur og þræði áhugaverðar náttúruperlur og skjólgóða skógarreiti. Hann verður um þriggja metra breiður, malbikaður og upplýstur og ætti því að nýtast jafnt göngufólki sem hjólreiðamönnum. Á stígnum er gert ráð fyrir grænum hliðum á völdum stöðum þar sem aðgengi er best að upplandinu.

Tildrög Græna stígsins má rekja til þess er samstarfshópur fulltrúa bæjarfélaga og skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var kallaður saman veturinn 2005 af Skógræktarfélagi Íslands til að vinna áfram að framgangi Græna trefilsins. Skýrsla kom út úr því samstarfi 2006, þar sem rakin er staða svæðanna, hvaða þjónustu þau bjóða uppá með tilliti til aðgengis og útivistar fyrir almenning og í skýrslulok hver yrðu næstu sameiginleg markmið til úrbóta á svæðunum. Skýrslan var kynnt stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, það er borgarstjóra og bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu. Stærsta markmið skýrslunnar var Græni stígurinn.