Skip to main content

Leirdalur

Um 125 ha að stærð

Leirdalurinn var innan sameiginlegs afréttar Garðabæjar og Álftanes áður innan Álptaneshrepp hins forna, svæðið bar heitið Almenningsskógar hinir fornu.

Skógræktarfélög Garðabæjar og Álftanes stóðu saman að gerð Landgræðsluskógasamnings með bæjarfélögunum Garðabæ og Álftanesi ásamt Skógræktarfélagi Íslands, þann 11. júní 1999. Skógræktarskipulag gert 2001 af Jóni Geir Péturssyni hjá Skógræktarfélagi Íslands. Einnig drög að útivistarskipulagi af Þránni Haukssyni hjá Landslagi ehf.

Unnið hefur verið að uppgræðslu svæðisins með áburðar- og fræstyrk frá Landgræðslu ríkisins, enda nær gróðursnautt er félögin hófu þar uppgræðslu. Lítilsháttar gróðursetning hefur átt sér þar stað.

Illa gekk að losna við sauðfjárbeit á svæðinu, en þeim erfiðleikum er lokið enda allt sauðfé á svæðinu komið til sumarbeitar í beitarhólf sunnan Krísuvíkur. En svæðið er í biðstöðu síðan óbyggðarnefnd Fjármálaráðuneytis tók það fyrir.