Skip to main content

Yrkjugróðursetningar

Yrkjusjóður var stofnaður árið 1992, en stofnfé sjóðsins var afrakstur sölu bókarinnar Yrkja, sem gefin var út í tilefni sextugsafmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Sjóðurinn hefur eigin stjórn, en Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með honum og sinnir samskiptum við skólana. Af www.skog.is.

Grunnskólabörn gróðursetja í landi Garðabæjar.

Grunnskólar í Garðabæ tóku strax vel við verkefninu

Grunnskólar í Garðabæ tóku strax vel við verkefninu og gróðursettu nemendur trjáplöntur (helst birki) í svæði sem skólunum voru úthlutuð til verkefnisins. Samningur var gerður 1991 milli skógræktarfélagsins og Garðabæjar um opið svæði á Hnoðraholti sérstaklega til þessa verkefnis. Áður gróðursettu nemendur í reiti skólanna neðst í Smalaholti sem fljótir voru að fyllast. Skógræktarfélagið hefur séð um að útvega svæði til útplöntunar sem hefur reynst erfitt síðustu árin. Félagið leggur til verkfæri til gróðursetningar. Síðustu ár hafa yrkjugróðursetningar verið í landi Bessastaða á Álftanesi.

Sjá nánar um Yrkjusjóðinn á www.yrkja.is