Skip to main content

Smalaholt

Um 53 ha að stærð úr landi Vífilsstaða

Smalaholt er fyrsta svæði sem fékkst til skógræktar í Garðabæ og var forsenda þess að skógræktarfélag var stofnað árið 1988. Staðsetning vestan og sunnan í Smalaholti, norðan við Vífilsstaðavatn. Skógræktarsvæðið blasir við frá byggðinni í austur. Svæðið er fullplantað, en íbætur hafa verið þar stundaðar undanfarin ár. Þar hafa félagasamtök og grunnskólar í Garðabæ ræktunarreiti um 1 ha að stærð hver.

Félagasamtök hafa reist merkingar við reiti sína og sumir útiborð til áningar. Umhirða: áburðargjöf og hefting útbreiðslu lúpínu sem breiðst hefur um hlíðar holtsins. Félagið hefur lagt þjónustuvegi um svæðið og bílastæði sem mikið er notað af útivistarfólki. Við aðkomuna er grænt landgræðsluskógaskilti og fræðsluskilti um gróður og fugla svæðisins. Um svæðið liggja reiðstígar frá Kjóavöllum og ofan GKG að Hnoðraholti. Einnig liggur um Smalaholt háspennulína, Hnoðraholtslína, með spennivirki og tilheyrandi stauravirkjum.

Í tilefni tuttugu ára afmælis félagsins 2008

Í tilefni tuttugu ára afmælis félagsins 2008 voru skipulagðir útivistarstígar og áningarstaðir af Hornsteinum ehf. Uppbygging útivistarstíga á svæðinu hófst sumarið 2009, er félagið tók þátt í samstarfi um Atvinnuátak Skógræktarfélags Íslands og Garðabæjar um verkefni á skógræktarsvæðunum. Fyrsti áfangi var lagður eftir brún holtsins en þaðan er gott útsýni.

Fundist hefur lágmynd af stúlku meitluð í klöpp uppi á Smalaholti, utan umsjónarsvæðis skógræktarfélagsins, inni á eignarlandi áður Póst og síma. Nýbyggð í Kópavogi liggur mjög nærri lágmyndinni. Kópavogsbær hefur sneitt úr norðanverðu skógræktarsvæðinu með veglagningu í íbúðarbyggð norðan í Smalaholti, svo íbúðarbyggð umliggur Smalaholtið á tvo vegu.

Kort af Smalaholti

Kort af útivistarsvæðinu á Smalaholti hefur verið sett upp við aðkomuna að svæðinu. Á kortinu má sjá alla göngu- og reiðstíga á Smalaholti, áningarstaði, bílastæði og aðrar upplýsingar sem geta nýst fólki sem á leið um holtið. Loftmyndir ehf unnu kortið fyrir Skógræktarfélag Garðabæjar.

Umsjón með persónuverndarstillingum

Afar Nauðsynlegt

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Notendasamskipti

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér reynslu markaðssetningar til hins ýtrasta á veraldarvefnum. Allar aðgerðir/áætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostur fyrir hvern ritstjóra vefseturs sem og aðra.

_
_ir