Skip to main content

Unnið af kappi í skóginum

Með júní 17, 2021nóvember 27th, 2021Fréttir

Mánudaginn 7. júní komu nokkrir félagar Skógræktarfélagsins saman til samveru og vinnustundar í útivistarskógunum í Smalaholti og Sandahlíð í Garðabæ.

Hluti hópins bar áburð á eðalplöntur í Smalaholti í nágrenni við trjásýnistíg, sem liggur um svæði þar sem grunnskólabörn gróðursett birki fyrir allt að 30 árum. Skógræktarfélagið ákvað síðan, í framhaldinu þegar skjól hafði myndast á svæðinu, að auka fjölbreytileikann og setja niður ýmsar eðalplöntur sem alla jafna vaxa ekki í Smalaholti enda jarðvegur frekar rýr. Regluleg áburðargjöf hjálpar til við að plönturnar nái að vaxa og dafna á svæðinu.

Hinn hluti hópsins hélt í Sandahlíð þar sem hann vann að grisjun á svæði þar sem víði og greni var plantað. Víðirinn hefur nú lokið hlutverki sínu sem skjól fyrir grenið og því kominn tími til að grisja enda fengu trjáplönturnar aðstoð frá lúpínu sem sá um áburðargjöf á svæðinu.

Að loknu góðu verki var ljúft að setjast niður við nestisborðin á Sandaflöt og fá sér hressingu.

Kristrún SIgurðardóttir, formaður Skógræktarfélags Garðabæjar og Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir taka til hendinni í skóginum.

Ragnhildur Freysteinsdóttir dregur til greinar.

Hópurinn fær sér hressingu á Sandaflöt að loknu góðu verki.