Brynjudalsferð 2016

Með ágúst 16, 2016 janúar 21st, 2019 Fréttir

Árleg Brynjudalsferð Skógræktarfélagsins

 

Félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar fóru í vinnuferð í Brynjudalinn þann 12. júlí til umhirðu í jólatrjáareit félagsins. Sjá myndir af fallegum trjám og þegar hópurinn tók sér kaffipásu í kvöldkyrrðinni.

 

Sígrænar trjátegundir eru aðallega í reitnum í Brynjudal, enda er markmið hans að framleiða jólatré, það er blágreni, fjallaþin, rauðgreni, stafafuru og sitkagreni. Tré úr reitnum hafa verið í boði í opnum jólaskógi í Smalaholti, þá höggvin en ekki á fæti eins og sagt er.

 

Hlúð var að trjánum í reitnum með því að reita gras og sinu frá þeim, gefa þeim áburð og formklippa aðallega að þá tvítoppa. Þa voru gróðursettir nokkrir fjallaþinir og sitkagreni. Flest trén voru mjög falleg, heilbrigð og í góðum vexti ef frá er talin stafafuran sem lítur ekki vel út.