Skip to main content
All Posts By

a8

jólaskógurinn 2018

Með Fréttir

Vel heppnaður jólaskógur

Jólaskógur var haldinn í Smalaholti laugardaginn 15. desember síðastliðinn

Þá tóku skógræktarfélagar og móti fólki í skóginum, leiðbeindu og aðstoðuðu eftir þörfum við val á jólatrjám. 

Gestir nutu útiveru og nálægðar við skóginn þegar þeir komu í Smalaholtið til að velja jólatré fjölskyldunnar.

Boðið var upp á heitt kakó, piparkökur og flatbrauð með hangikjöti.

Það vantaði ekkert nema snjóinn til að fullkomna jólastemninguna.

 

 

 

Jólaskógur 2018

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti

Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 15. desember kl. 12-16.

Aðkoma að svæðinu er frá Elliðavatnsvegi.

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf. Í boði eru

falleg furu- og grenitré.

Jafnframt verða til sölu tröpputré og eldiviður.

Boðið verður upp á kakó og piparkakó.

Allir velkomnir!

 

 

Myndakvöld 2018

Með Fréttir

Myndasýning Skógræktarfélags Garðabæjar verður í Safnaðarheimilinu mánudaginn 26. nóvember

2018 og hefst kl. 20:00.

Ferðasagan er sögð með myndum frá ferð skógræktarfélaga til norðurhluta Spánar í október,

m.a. í þjóðgarð í Pýrenafjöllunum.

Allir eru velkomnir á myndakvöldið þar sem boðið verður upp á tertu í tilefni 30 ára afmæli félagsins.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar

 

 

Yrkja haust 2018

Með Fréttir

Haustgróðursetning grunnskólanema

Fjórir grunnskólar tóku þátt í gróðursetningum á birkiplöntum á vegum Yrkju-verkefnisins í haust.

Allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu í Sandahlíð þann 6. september og nemendur úr fjórða bekk Hofstaðaskóla og Álftanesskóla gróðursettu á Bessastaðanesi þann 11. september. Ásta Leifsdóttir og Erla Bil Bjarnardóttir frá Skógræktarfélagi Garðabæjar leiðbeindu börnunum og sýndu réttu handtökin. Vel viðraði til gróðursetninga báða dagana og gekk verkefnið vonum framar.

 

 

haustferð 2018

Með Fréttir

Haustferð 2018


Haustferðir Skógræktarfélags Garðabæjar á undanförnum árum hafa heppnast ágætlega og mælst vel fyrir.

Félagsmenn hafa verið fræddir um margvíslegt varðandi ræktun skóga, tegundaval og ræktunarsögu.

En þessar ferðir eru ekki síst skemmtiferðir í góðum félagsskap.

 

Á þessu hausti verður farið um uppsveitir Árnessýslu þar sem heimsóttir verða áhugaverðir staðir s.s.

þjóðskógurinn í Haukadal, skógarbændur í Bláskógarbyggð og sumarhúsaeigendur í Þjórsárdal.

 

Skógræktarfélagið leggur til rútu í ferðina en þátttakendum er bent á að taka með sér nesti til dagsferðar

og klæðnað eftir veðri.

 

Brottför laugardag 8. sept. brottför kl: 9.00 frá bílaplani ofan Garðatorgs.

Heimkoma áætluð um kl: 19.00.

 

Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst eigi síðar en fimmtudagskvöldið

6. sept. nk. til:

 

Erlu Biljar Bjarnardóttur, formanns

síma: 680 8585

netfang: bil@internet.is

Verðmat á Smalaholti

Með Fréttir

Óskað samstarfs um mat á verðgildi Smalaholts

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar, kt. 490389-1139, óskar eftir samstarfi við Garðabæ um að gert

verði faglegt mat á verðgildi skógarins, stíga og áningarstaða á umsjónarsvæði Skógræktarfélagsins

í Smalaholti í landi Vífilsstaða.

 

Félagið hefur ræktað þar skóg og byggt upp útivistarsvæði frá 1988 með gerð útivistarstíga, bekkja

meðfram stígum og áningastaðar í Furulundi með grillaðstöðu og borðum. Nú síðari ár hefur

verið unnið að grisjun skógarins svo hann sé alltaf sem best aðgengilegur til útivistar. Einnig

með því að skapa jólastemningu með opnum jólaskógi í desember.

 

Smalaholtið er skógræktarfélögum í Garðabæ mjög kært, svæðið var fengið til umsjónar til

skógræktar af stjórn Ríkisspítalanna árið 1988. Sem var forsenda þess að stofna skógræktarfélag

í bænum þann 24. október 1988, félagið er því 30 ára í ár.

 

Við upphaf stofnunar félagsins myndaðist góð samstaða um Smalaholtið, þannig að flest félagasamtök

í Garðabæ auk grunnskólanna þáðu boð og fengu úthlutað reitum um 1 ha í Smalaholti til að rækta

sér sinn yndisskóg sem hefur gengið eftir með fallegum útivistarskógi.

 

Frá upphafi hefur Skógræktarfélag Íslands verið aðili að skógrækt í Smalaholti, þar má nefnda

að landsátakið um Landgræðsluskóga hófst á Smalaholti 10. maí 1990 þegar frú Vigdís Finnbogadóttir

forseti gróðursetti fyrstu plönturnar í örfoka landið ásamt þingmönnum, bæjarfulltrúum og almenningi.


Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar telur rétt að fari fram mat á Smalaholti sem hugmyndir erum

um að fari undir golfvöll.

 

Leitað hefur verið upplýsinga um framkvæmd á slíku mati sem gerð hafa verið t.d. á skógrækt

ofan Neskaupsstaðar, Eskifjarðar og Ísafjarðar vegna snjóflóða- og aurvarnagarða.

 

Lagt er til að farin verði sú leið sem mörkuð var með samkomulagi frá 8. júní 2015 milli

Ofanflóðasjóðs og Skógræktarfélags Íslands. Þar voru markaðar skýrar reglur um mat og verðmæti

trjágróðurs auk þess sem getið er um hvernig framkvæmd er háttað við gerð þess. Þar er horft til

þess að tveir til þess bærir aðilar vinni að gerð matsins. Stjórn félagsins leggur til að horft verið til

reynslu sambærilegs verkefnis og um er að ræða í Smalaholti. Leitað verði eftir fagþekkingu þeirra

aðila sem hafa mesta reynslu hér á landi við gerð slíks mats.


Það er betra að meta skóginn á fæti en fallinn.


Virðingarfyllst f.h. Skógræktarfélags Garðabæjar

Erla Bil Bjarnardóttir, formaður

 

Fullveldislundur gróðursettur

Með Fréttir





Gróðursett í Fullveldislund í Sandahlíð

 

Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í skógum landsins laugardaginn 23. júní  undir yfirskriftinni Líf í lundi. Skógræktarfélag Garðabæjar í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands bauð uppá gróðursetningu Fullveldislundar í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands í Sandahlíð. 

Fjölskyldur tóku þátt í gróðursetningu og þáðu veitingar s.s. pylsur af grillinu og ketilkaffi.

 

Börnum var boðið á hestbak af reiðskóla á félagssvæði hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum sem liggur að skógræktar- og útivistarsvæðinu í Sandahlíð. Þar eru einnig leiktæki sem börnin sóttu í enda góð aðstaða að koma saman í skóginum í Sandahlíð.


Líf í lundi er samstarfsverkefni ýmissa skógaraðila á Íslandi og er markmið átaksins að fá almenning til að heimsækja skóga landsins, stunda hreyfingu og njóta saman útiveru.


lf  lundi 2018 12

lf  lundi 2018 19



Fullveldislundur

Með Fréttir

Gróðursetning Fullveldislundar í Sandahlíð


Laugardaginn 23. júní kl. 14-16 verður aldarafmæli fullveldis Íslands minnst með gróðursetningu Fullveldislundar á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð. Létt og skemmtileg gróðursetning fyrir alla og mun Frú Vigdís Finnbogadóttir taka þátt í henni.

Verkfæri á staðnum og aðstoðarmenn og skógfræðingar leiðbeina við gróðursetningu.

Veitingar í boði fyrir gesti og Hestamannafélagið Sprettur býður yngri kynslóðinni á hestbak. Leiktæki fyrir börn. Næg bílastæði á svæðinu.

Hjartanlega velkomin í skóginn milli kl. 14:00 – 16:00 en Sandahlíðin er vaxin fallegum útivistarskógi, sem gaman að njóta. 

Líf í lundi er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á  https://www.skogargatt.is/ og www.skoggb.is

Skógræktarfélag Garðabæjar

Skógræktarfélag Íslands

 

 

 



Yrkja vor 2018

Með Fréttir



Yrkjugróðursetning nemenda grunnskóla

 

 

Nemendur tveggja grunnskóla í bænum tóku þátt í gróðursetningu yrkjuplantna í dag 5. júní.


Allir nemendur Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum gróðursettu birkiplöntur í móann austan við skólann.


Nemendur 4. bekkja Flataskóla gróðursettu birkiplöntur í Bæjargarðinn í Garðahrauni.


Aðrir skólar í bænum gera ráð fyrir þátttöku í yrkjugróðursetningu nk. haust í byrjun skólaárs.

Grunnskólar í Garðabæ hafa ævinlega verið virkir þátttakendur í yrkjuverkefninu.