Skip to main content

Fjölmenni í Jólaskóginum

Með desember 20, 2016janúar 21st, 2019Fréttir

Fjölmenni í Jólaskógi

Opinn jólaskógur Skógræktarfélags Garðabæjar var í Sandahlíð laugardaginn 10. desember.

 

Fjölmargir lögðu leið sína í skóginn að þessu sinni, einkum fjölskyldufólk, enda hin besta skemmtun fyrir unga sem aldna að þramma um fallegan skóginn í leit að hinu eina sanna jólatré sem það fær svo að höggva sjálft og fara með heim. Þegar fólk hafði fundið draumatréð sitt, pökkuðu sjálfboðaliðar Skógræktarfélagsins því í net og buðu svo upp á kakó með piparkökum. Krakkarnir prófuðu leiktækin á svæðinu og allir undu sér vel í skóginum enda prýðisgott veður.

 

Jólaskógurinn var að þessu sinni í Sandahlíð en hefur verið undarfarin ár í Smalaholti. Það er ágætt úrval tegunda að vaxa upp í jólatrjáastærð í Sandahlíð og þar er einnig betra rými til að taka á móti mörgum bílum í einu.