Skip to main content

Garðbæingar flykktust í Jólaskóginn

Með desember 13, 2023Fréttir

Fjöldi fólks kom í jólaskóginn í Smalaholti á laugardaginn enda er sterk hefð fyrir því í mörgum fjölskyldum að fara í jólaskóginn og finna draumatréð fyrir heimilið. Gestir urðu ekki fyrir vonbrigðum að þessu sinni heldur snéru glaðir í bragði og rjóðir í kinnum úr skóginum með fenginn í eftirdragi. Þá var gott að þiggja heitt súkkulaði og eitthvað sætt að maula á meðan trénu var rennt í gegnum tromluna. Tæplega 80 tré seldust að þessu sinni og rennur allur ágóði til Skógræktarfélags Garðabæjar. Það munar um minna fyrir  félagið sem ber hitann og þungann af ræktun og umhirðu í Smalaholti og víðar í bæjarlandinu. Skógræktarfélag Garðabæjar þakkar bæjarbúum kærlega fyrir komuna og stuðninginn og hlakkar til að taka á móti þeim að ári.

Helga Thors, stjórnarmaður í félaginu, fangaði stemninguna á myndir.