Skip to main content

Haustferð 2023

Með september 11, 2023Fréttir

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 16. september n.k. um Reykjanes og Ölfus.

Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.

Dagskrá:

  • Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
  • Fyrsta stopp er við Háabjalla sem er ræktunarsvæði Skógræktarfélagsins Skógfells í Vogum þar sem Oktavía Ragnarsdóttir formaður félagsins mun taka á móti okkur.
  • Frá Háabjalla verður ekið til Grindavíkur þar sem Pálmar Guðmundsson formaður Skógræktarfélags Grindavíkur mun taka á móti okkur og kynna okkur ræktun Selskógarins í hlíðum fjallsins Þorbjarnar.
  • Frá Grindavík verður ekið um Suðurstrandarveg að Bugum í Ölfusi þar sem hjónin Aðalsteinn Sigurgeirsson og Steinunn Geirsdóttir hafa ræktað mikið skógræktarsvæði við sumarbústað sinn. Hádegisnesti verður borðað þar.
  • Að lokinni skoðunarferð um svæðið við Buga verður ekið til hjónanna Vésteins Rúna Eiríkssonar og Hörpu Karlsdóttur og skógræktarreitur þeirra skoðaður. Reiturinn er í Ölfusinu nokkru norðar.
  • Að lokinni skógargöngunni verður haldið heim á leið og er heimkoman í Garðabæ áætluð um kl. 17.

 

  • Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 14. september til: Sigurðar Þórðarsonar formanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is

Umsjón með persónuverndarstillingum

Afar Nauðsynlegt

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Notendasamskipti

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér reynslu markaðssetningar til hins ýtrasta á veraldarvefnum. Allar aðgerðir/áætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostur fyrir hvern ritstjóra vefseturs sem og aðra.

_
_ir