Jólaskógur var haldinn í Smalaholti á vegum Skógræktarfélags Garðabæjar laugardaginn 14. desember. Fjölskyldur lögðu leið sína í skóginn til að velja sér jólatré og nutu útiveru í leiðinni, er þær röltu um skóginn í leit að hinu eina sanna jólatré. Boðið var upp á heitt kakó og piparkökur í skógarrjóðri við opinn eld. Mjög jólalegt og fallegt var í Smalaholtinu og mikil ánægja og gleði skein úr hverju andliti þrátt fyrir að svalt væri í veðri.