Jólaskógur í Smalaholti

Með desember 12, 2019 Fréttir

Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 14. desember kl. 12:00 –16:00.

Aðkoma að svæðinu er frá Elliðavatnsvegi norðan við Vífilsstaðavatn.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf.

Fallegar furur og greni. Sama verð á öllum jólatrjám óháð stærð kr. 7.000.-

 

Boðið verður upp á kakó og piparkökur.