Myndakvöld frá þjóðgörðum í Póllandi
Skógræktarfélag Garðabæjar býður öllum áhugasömum til myndakvölds mánudaginn 19. október sem hefst kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund.
Fjallað verður um ferð Skógræktarfélags Íslands til Póllands í síðastliðnum mánuði þar sem notið var skóga og menningar.
Sigurður Þórðarson segir frá áhugaverðri ferð um fjöll, skóga og borgir í Póllandi og Erla Bil Bjarnardóttir sýnir myndir úr ferðinni.
Stjórnin