Skip to main content

Skógardagur í Smalaholti

Með júní 17, 2020Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar stendur að skógardegi í Smalaholti laugardaginn 20. júní kl. 13-15.

Boðið verður upp á ratleik fyrir alla fjölskylduna.

Lagt verður af stað frá bílastæðinu í Smalaholti við Elliðavatnsveg.

Viðburðurinn er hluti af ,,Lífi í lundi“ en undir merkjum þess er blásið til viðburða í skógum víða um land.

 

Höfum gaman saman í skóginum!

 

Skógræktarfélag Garðabæjar

 

Efnt var til ratleiks í skóginum í Sandahlíð á Skógardeginum í fyrra.