Skip to main content

Vinnukvöld í Smalaholti

Með júní 17, 2020Fréttir

Tíu félagar úr Skógræktarfélagi Garðabæjar mættu í Smalaholtið þriðjudaginn 9. júní  í góðu veðri til að vinna að ýmsum umbótum í skóginum kringum Trjásýnistíginn. Borinn var áburður á tré, slegin lúpína frá trjánum, tré snyrt og trjástubbar sagaðir. Einnig voru staurar með trjámerkingum málaðir.

 

Það voru sælir og ánægðir félgar sem settust niður í Furulundi eftir vel unnin verk til að fá sér hressingu, en Furulundur er áningarstaður fyrir ofan Trjásýnistíginn.