Skip to main content

Smalaholt í hættu

Með desember 5, 2019Fréttir

30 ára útivistarskógur í Smalaholti í hættu

– Bæjaryfirvöld áforma að taka um 15 hektara af skóginum undir golfvöll

 

Í Smalaholti er allt að 30 ára fjölsóttur útivistarskógur

þar sem lögð hefur verið mikil vinna í gerð stíga og ýmsa aðstöðu.

Skógurinn gegnir jafnframt mikilvægu hlutverki við kolefnisbindingu

sem mun aukast í framtíðinni ef skógurinn fær að dafna.

 

Ertu sátt/ur við að um 15 hektarar af útivistarskógi í Smalaholti verði teknir undir golfvöll?

 

Kynntu þér málið á kynningarfundi bæjaryfirvalda 10. desember í Sveinatungu á Garðatorgi 7, kl 17.

 

Þú gætir haft áhrif á framtíðarskipulag í Smalaholti.

 

Enn er von um að hægt verði að bjarga skóginum fyrir okkur öll og umhverfið!