Vinnukvöld 9. júní

Með júní 7, 2020Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar stendur fyrir vinnukvöldi þriðjudagskvöldið 9. júní. Hist verður í aðstöðu félagsins við Vífilsstaðavatn kl. 19 og haldið þaðan í Smalaholt og hugsanlega einnig í Sandahlíð.

Sinna þarf ýmsum verkefnum svo sem áburðargjöf á valdar plöntur, saga stubba eftir jólaskóg, reita lúpínu frá plöntum, mála staura og borð, klippa greinar frá stígum, merkja nýtt stígstæði og tína rusl.

Fólk er hvatt til að koma með kaffi í brúsa eða aðrar veitingar til að njóta að verki loknu.

Allir velkomnir!