bekkir

Með ágúst 23, 2015 janúar 21st, 2019 Fréttir

Nýir bekkir á skógræktarsvæðunum

 

Hlynur Gauti Sigurðsson hefur starfað sem verktaki á skógræktarsvæðum Skógræktarfélags Garðabæjar í sumar en hann er menntaður landlagsarkitekt og borgarskógfræðingur. Þekking hans og reynsla hefur komið að góðum notum og sem dæmi má nefna að í upphafi starfsins kannaði hann skógræktarsvæði félagsins mjög vel, með nokkurs konar úttekt sem ekki hefur verið gerð áður.

Honum fannst vanta á skógræktarsvæðin eitthvað til að tylla sér á annað en grjót. Smíðaði Hlynur því bekki úr trjábolum sem staðsettir eru í trjásýnireit í Smalaholti, meðfram kurlstígnum upp Sandahlíð og í skóginum í Lundamóa. Bekkirnir eru smíðaðir úr mismunandi trjátengundum þ.e. ösp, furu og greni. Það er von félagsins að útivistarfólk sem leggur leið sína um svæðin njóti þess að tylla sér á þá og hvíla lúin bein áður en það heldur ferð sinni áfram.