Skip to main content

Opinn jólaskógur í Smalaholti 2011

Með nóvember 23, 2011janúar 21st, 2019Fréttir

Opinn jólaskógur í Smalaholti 2011

 

Ágætu félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar og Lionsklúbbnum Eik.

Laugardaginn 17. desember verður opinn jólaskógur í Smalaholti milli kl. 13:00 og 16:00. Skógræktarfélag Garðabæjar og Lionsklúbburinn Eik  vinna saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Aðallega er um að ræða stafafuru og stöku greni og eingöngu má saga þau tré sem merkt hafa verið sérstaklega með plastborðum. Eitt verð, kr. 5000, er á öllum trjám og trén eru pökkuð í net eftir óskum. Aðeins staðgreiðsla er í boði. Ef sög er til á heimilinu er ágætt að hafa hana með.

Ráðlegt er að mæta vel klæddur en auk þess verður boðið upp á heitt kakó, kaffi og piparkökur í skóginum.

Aðkoma að skógræktarsvæðinu í Smalaholti er við bílastæðið af Elliðavatnsvegi, norðan við Vífilsstaðavatn. Flaggað verður á staðnum.

Gerum okkur glaðan dag í skóginum í Smalaholti.

Með jólakveðju,

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar og  Lionsklúbburinn Eikar