Skip to main content

Haustferð 2011

Með nóvember 16, 2011janúar 21st, 2019Fréttir

Haustferð 2011

 

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar var farin laugardaginn 17. september í blíðskapar veðri.

Haldið var austur í Fljótshlíð að Deild þar sem Sveinn Þorgrímsson og kona hans voru heimsótt . Þar var gengið um gróskumiklar hlíðar með ótrúlegum fjölbreytileika trjáplantna. Eftir um tveggja tíma göngu um skóginn var haldið að Heylæk I þar sem Sigurður Haraldsson ræður ríkjum. Þar var borðað hádegisnesti í fjósinu sem nú gegnir hlutverki minjasafns en Sigurður hefur sett upp ótrúlega skemmtilegt safn með fjölbreyttu úrvali af munum sem hann hefur safnað í gegnum árin. Þarna voru bílar, dráttavélar, mjaltarvél frá því um 1910 auk fjölda annarra muna. Síðan var gengið um skóginn þar sem aspir eru í skólbeltum og viðkvæmari tegundir þar fyrir innan. Vöxtur trjánna er ótrúlegur en ræktunin hófst 1992.

Að lokum var farið í sumarbústað Jóhannesar og Guðrúnar skammt frá Hvolsvelli en bústaðurinn er inni í skógræktargirðingu sem Skógræktarfélg Rangæinga á. Þar var tekið á móti ferðalöngum með glæsilegum kaffiveitinum úti á hlaði í haustblíðunni. Áður en haldið var heim á leið var gengið um ræktunarsvæði þeirra hjóna.