Fuglarannsókn 2017

Með apríl 11, 2018 janúar 21st, 2019 Fréttir

Fuglategundum fjölgar í skóginum


Talsverðar breytingar hafa orðið á fuglalífi í Smalaholti og í Sandahlíð á undanförnum 14 árum samkvæmt niðurstöðum nýrlegrar rannsóknar fuglafræðinganna Jóhanns Óla Hilmarssonar og Ólafs Einarssonar en þeir stóðu að sambærilegri rannsókn árið 2003. Fleiri tegundir voru skráðar nú og töluverðar breytingar urðu á þéttleika sumra tegunda. Breytingarnar eru eðlilegar miðað við vaxandi skóg- og uppgræðslu á svæðinu í kjölfar beitarfriðunar. Spói, stelkur, svartþröstur og auðnutittlingur eru tegundir sem voru taldar nú en komust ekki á blað árið 2003. Þá hefur skógarþröstum fjölgað verulega en þúfutittlingi og heiðlóu fækkað að sama skapi.


Skýrslan heitir: Mófuglar í landi Skógræktarfélags Garðabæjar á Smalaholti og í Sandahlíð sumarið 2017 og er hægt að nálgast hana hér að neðan.