Skógardagur í Sandahlíð

Með júní 18, 2019 Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar efnir til Skógardags í Sandahlíð laugardaginn 22. júní kl. 13-15. Í boði verður fjölbreytt dagskrá í faðmi skógarins þar sem allir í fjölskyldunni ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

  • Bakað verður yfir eldi (snúrubrauð og sykurpúðar)
  • Skógarslagverk
  • Tálgun
  • Ratleikur
  • Skógarganga o.fl.

Dagskráin er liður í Lífi í lundi, samstarfsverkefni ýmissa aðila í skógargeiranum sem gengur út á að bjóða fólki að gera sér glaðan dag í skógum víða um land.

Allir velkomnir!