Skip to main content

Haustferð 2022

Með september 20, 2022Fréttir

Haustferð 2022

Haustferð Skógræktarfélags Garðabæjar verður farin laugardaginn 24. september n.k. um Borgarfjörð og Hvalfjarðarsveit.

Félagið leggur til rútu til ferðarinnar en þátttakendur þurfa að hafa með sér hádegisnesti.

Dagskrá:

  • Lagt af stað frá bílastæðinu bak við blokkirnar við Kirkjulund 12 og 14, kl. 9:00.
  • Fyrsta stopp er við Einkunnir sem er skammt norðan Borgarness, leiðsögn verður um skóginn.
  • Frá Einkunnum verður ekið að Arnarholti í Stafholtstungum þar sem hjónin Laufey Hannesdóttir og Gísli Karel Halldórsson munu taka á móti okkur. Hádegisnesti verður borðað í gamla bænum í Arnarholti. Þau Laufey og Gísli Karel munu fræða okkur um þá skógrækt sem er á staðnum, en eigendur jarðarinnar eru 16 fjölskyldur sem flestar hafa staðið að talsverðri skógrækt þar.
  • Eftir hádegisverðinn verður farið í skoðunarferð um svæðið.
  • Á heimleiðinni heimsækjum við hjónin Sólveigu Jónsdóttur og Ólaf R. Jónsson sem hafa komið sér upp unaðsreit á bökkum Laxár þar sem fjölbreytni í trjám og runnum er í hávegum höfð.
  • Heimkoma er áætluð um kl. 17.

 

  • Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst og eigi síðar en fimmtudags-kvöldið 22. september til Sigurðar Þórðarsonar varaformanns, í síma 864-5038 eða á netfang; sigthordar@internet.is