Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

október 2022

Ánægjuleg haustferð um Borgarfjörð

Með Fréttir

Sunnudaginn 25. september síðastliðinn fór hópur félaga úr Skógræktarfélagi Garðabæjar í haustferð félagsins í blíðskaparveðri í Borgarfjörð og Hvalfjarðarsveit.

Komið var við í Einkunnum sem er trjáræktar og útivistarreitur skammt norðan Borgarness. Þaðan var haldið að Arnarholti þar sem hjónin Laufey Hannesdóttir og Gísli Karel Halldórsson tóku á móti hópnum og sýndu okkur trjárækt sína og annarra eigenda jarðarinnar Þar er að finna lerki sem plantað var 1909 og er því 113 ára gamalt. Árið 20114 var það valið tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.

Á heimleiðinni var komið við hjá hjónunum Sólveigu Jónsdóttur og Ólafi Jónssyni sem eiga sumarbústaðar- og skógræktarland á bökkum Laxár í Hvalfirði.

Ferðin var í alla staði hin ánægjulegasta og vel heppnuð.

Berserkjasveppur

Hjá Sólveigu og Ólafi

Lerki – tré ársins 2014

Í Einkunnum fólkvangi

Hópmynd frá haustferð 2022

Í Arnarholti

Í Einkunnum fólkvangi