Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2018

Yrkja haust 2018

Með Fréttir

Haustgróðursetning grunnskólanema

Fjórir grunnskólar tóku þátt í gróðursetningum á birkiplöntum á vegum Yrkju-verkefnisins í haust.

Allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans gróðursettu í Sandahlíð þann 6. september og nemendur úr fjórða bekk Hofstaðaskóla og Álftanesskóla gróðursettu á Bessastaðanesi þann 11. september. Ásta Leifsdóttir og Erla Bil Bjarnardóttir frá Skógræktarfélagi Garðabæjar leiðbeindu börnunum og sýndu réttu handtökin. Vel viðraði til gróðursetninga báða dagana og gekk verkefnið vonum framar.

 

 

haustferð 2018

Með Fréttir

Haustferð 2018


Haustferðir Skógræktarfélags Garðabæjar á undanförnum árum hafa heppnast ágætlega og mælst vel fyrir.

Félagsmenn hafa verið fræddir um margvíslegt varðandi ræktun skóga, tegundaval og ræktunarsögu.

En þessar ferðir eru ekki síst skemmtiferðir í góðum félagsskap.

 

Á þessu hausti verður farið um uppsveitir Árnessýslu þar sem heimsóttir verða áhugaverðir staðir s.s.

þjóðskógurinn í Haukadal, skógarbændur í Bláskógarbyggð og sumarhúsaeigendur í Þjórsárdal.

 

Skógræktarfélagið leggur til rútu í ferðina en þátttakendum er bent á að taka með sér nesti til dagsferðar

og klæðnað eftir veðri.

 

Brottför laugardag 8. sept. brottför kl: 9.00 frá bílaplani ofan Garðatorgs.

Heimkoma áætluð um kl: 19.00.

 

Þeir, sem hyggjast taka þátt í þessari ferð þurfa að tilkynna það sem fyrst eigi síðar en fimmtudagskvöldið

6. sept. nk. til:

 

Erlu Biljar Bjarnardóttur, formanns

síma: 680 8585

netfang: bil@internet.is