Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

ágúst 2014

Haustferð 2014

Með Fréttir

Haustferð 2014

 

Ágætu skógræktarfélagar

Takið frá laugardaginn 13. september n.k. en þá er boðað til árlegrar haustferðar Skógræktarfélagsins. Að þessu sinni verður farið um Árnessýslu þar sem nokkrir áhugaverðir staðir verða heimsóttir.

Skoðuð verður ræktun tveggja fjölskyldna í Grímsnesi og einnar fjölskyldu í landi Böðmóðsstaða í Bláskógabyggð. Um hádegið fáum við innsýn í dagleg störf í Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum. Þar er gert ráð fyrir að þátttakendur kaupi sér gómsæta tómatsúpu. 

Annars hefur fólk með sér nesti yfir daginn, skjólgóðan fatnað og góða skó.

Að öðru leyti er ferðin félögum í Skógræktarfélagi Garðabæjar að kostnaðarlausu.

Stjórnin