Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2016

Myndir úr haustferð

Með Fréttir

Myndir úr haustferð

Félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar héldu í árlega haustferð sína laugardaginn 10. september. Að þessu sinni lá leiðin um sveitir Suðurlands þar sem komið var við á þremur áhugaverðum stöðum, gróðrarstöðinni Kjarri í Ölfussi, sumarbústaðalandi í Vaðnesi og á Skeiðum þar sem Valgerður Auðunsdóttir frá Húsatóftum tók á móti hópnum. Fleiri myndir úr ferðinni má nálgast í þessu albúmi.

 

 

 

haustferð dagskrá

Með Fréttir

Dagskrá haustferðar Skógræktarfélags Garðabæjar


Laugardaginn 10. september býður Skógræktarfélagið til haustferðar austur fyrir fjall.

Heimsóttir verða áhugaverðir staðir:


·         Gróðrarstöðin Kjarr í Ölfusi.

·         Um Skeiðin verður farið um í leiðsögn Valgerðar Auðunsdóttur frá Húsatóftum.

·         Ræktun við sumarbústað í Vaðneslandi í Grímsnesi.


Hafið með ykkur nesti til dagsferðar, skjólfatnað og góða skapið.

Lagt verður af stað frá Garðatorgi efra kl. 9:00, áætluð heimkoma um kl. 19:00.


Tilkynnið þátttöku til Barböru Stanzeit í síma 699 6233 eða á netfangið barbaras@internet.is


Stjórnin