Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2023

Árlegur rekstrarstyrkur félagsins hækkar

Með Fréttir

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, skrifuðu undir endurnýjaðan samning milli bæjarins og skógræktarfélagsins á aðalfundi Skógræktarfélags Garðabæjar 20. mars. Miðað er við að samningurinn gildi í tvö ár og skal endurskoðaður að þeim tíma liðnum en komi ekki til þess skal hann endurnýjast um tvö ár. Árlegur rekstrarstyrkur bæjarins til félagsins hækkar úr 3.000.000 kr. í 3.500.000 samkvæmt nýja samningnum.

Á fundinum var Sigurður Þórðarson kosinn formaður félagsins og tók við því hlutverki af Kristrúnu Sigurðardóttur. Kristrúnu voru færðar gjafir og þakkir fyrir hennar framlag til félagsins. Jafnframt var Helga Thors kjörin ný í stjórn en Kristrún gaf ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu.

Að lokum hélt Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, fróðlegt og áhugavert erindi um yndisskóginn.

Kristrún Sigurðardóttir, fráfarandi formaður Skógræktarfélags Garðabæjar og arftaki hennar, Sigurður Þórðarson.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, ávarpar aðalfund Skógræktarfélags Garðabæjar.

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2023

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2023

Mánudaginn 20. mars kl. 20:00 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli

 

DAGSKRÁ

  • Venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar milli aðalfunda 2022-2023
  3. Reikningar félagsins 2022
  4. Ákvörðun um félagsgjöld 2023
  5. Kosning formanns
  6. Stjórnarkjör
  • Önnur mál.

Undrritun á endurnýjun Samstarfssamnings Garðabæjar og Skógræktarfélagsins

  • Kaffiveitingar í boði Skógræktarfélagsins
  • Fræðsluerindi; Yndisskógurinn

Kristinn H. Þorsteinson framkvæmdstjóri Skógræktarfélags Kópavogs segir frá í máli og myndum.

Allir hjartanlega velkomnir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar