Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2011

Jólaskógur

Með Fréttir

Opinn jólaskógur í Smalaholti 2011

 

Margir lögðu leið sína í árlegan jólaskóg í Smalaholti laugardaginn 17. desember s.l. Veðrið var eins og best verður á kosið, lygnt, smá frost og snjór yfir öllu. Jólaskógur er frábært tækifæri fyrir fjöldskylduna til að koma í skóginn, velja og saga sér jólatré og upplifa jólastemmningu úti í náttúrunni. Að þessu sinni voru tekin tré úr landssvæði sem Lionsklúbburinn Eik hefur ræktað undanfarin 20 ár. Eikarkonur buðu upp á heitt kakó og piparkökur og félagar í Skógræktarfélagi Garðabæjar aðstoðuðu gesti við skógarhögg. Aðallega var um að ræða stafafuru og höfðu trén sem mátti saga verið merkt með borða. Jólaskógurinn er kominn til að vera enda full þörf á að grisja skóginn þar sem trén fara ört stækkandi.

Smalaholt er framtíðar útivistarsvæði í Garðbæ þar sem allir eru velkomnir. Skógræktarfélagið hefur staðið fyrir lagningu göngustíga í Smalaholti undanfarin sumur og hyggst halda áfram uppbyggingu svæðisins á komandi árum.