Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

apríl 2010

Vinnukvöld

Með Fréttir

Vinnu- og samverukvöld á þriðjudagskvöldum í maí og júní

 

Að venju hefjum við vinnukvöld vorsins nú í byrjun maí með hreinsunarátaki á skógræktarsvæðunum. Vinnukvöldin eru alltaf á þriðjudögum og er mæting kl. 20:00 við aðstöðu félagsins við Vífilsstaðaveg / Elliðavatnsveg. Alltaf er gott að taka með sér nesti.

 

Næsta þriðjudagskvöld 4. maí byrjum við á því að hreinsa til á svæðinu í Hádegisholti en hreinsunarátakinu í Garðabæ, Hreinsað til í nærumhverfinu, lýkur 7. maí.

 

Þriðjudagskvöldið 11. maí er síðan stefnt að því að hæla út nýjan stíg í Smalaholti, í framhaldi af stígnum sem lagður var þar í fyrrasumar. Næstu þriðjudaga þar á eftir verður hlúð að plöntum, hugað að gróðursetningum eða öðrum nauðsynlegum vorverkum á svæðunum.

 

Brynjudalsferðin margrómaða verður síðan farin þriðjudaginn 1. júní n.k. og þá er mæting kl. 18:00 frá aðstöðu félagsins.

 

Breytingar sem kunna að verða á þessari dagskrá verða kynntar jafnóðum á heimasíðu félagsins.

Aðalfundur 2010

Með Fréttir

 Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2010

 

Af_aalfundi_2010                                  Hluti_stjrnar_2010

                       Af aðalfundi                                                                                                     Hluti stjórnar


Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2010 var haldinn mánudaginn 15. mars í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, auk venjulegra aðalfundastarfa hélt Ólafur Njálsson frá Nátthaga erindið „Aukin fjölbreytni í yndisskógrækt“.

 

Formaður félagsins Erla Bil flutti skýrslu stjórnar þar sem m.a. kom fram að félagið naut góðs af atvinnuátaki skógræktarfélaganna og Garðabæjar við gerð göngustígar í Smalaholti sumarið 2009.
Félagið réði einnig sl. sumar umsjónarmann til umhirðu á svæðanna og  til skipulagningar verkefna átakshópa á skógræktarsvæðunum m.a. við stígagerð.

Barbara gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum félagsins yfir árið 2009 sem stendur vel fjárhagslega. Félagsgjald var ákveðið óbreytt eða kr. 1500 fyrri einstakling, kr. 2000 fyrir hjón og 250 kr. fyrir börn yngri en 20 ára.

 

Skógræktarfélagið ákvað á síðasta ári að ráðast í gerð heimasíðu og var hún opnuð formlega á aðalfundinum. Það gerðu Sigurður Þórðarson vefstjóri síðunnar og Sigurður Hafliðason sem er í vefstjórn. Síðuna hannaði Magnús Guðlaugsson, síðan er sett upp í „Joomla“ kerfi.

 

Að loknu kaffihléi hélt Ólafur Njálsson Gróðrarstöðinni Nátthaga mjög áhugvert erindi um Aukna fjölbreytni í yndisskógrækt

 

Kristrún Sigurðardóttir, varaformaður