Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

maí 2014

Hringsjá á Smalaholti

Með Fréttir

Hringsjá á Smalaholti


Glæsileg hringsjá var afhjúpuð efst á Smalaholti sunnudaginn 25. maí. Hringsjáin er staðsett á hornamarki sveitarfélaganna og er samstarfsverkefni umhverfisnefndar Garðabæjar og umhverfisráðs Kópavogs. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfisráðs Kópavogs og Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar, afhjúpuðu hringsjánna í kalsa rigningu.

 

Hugmyndina að þessu samstarfsverkefni bæjarfélaganna tveggja áttu þau Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Erla Bil Bjarnardóttir umhverfisstjóri Garðabæjar og höfðu þau umsjón með framkvæmdinni.


Hönnuður hringsjárinnar er Jakob Hálfdánarson tæknifræðingur ásamt samstarfsfólki. Örnefnarýnar voru Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur fh. Kópavogs og Sigurður Björnsson verkfræðingur fh. Skógræktarfélags Garðabæjar. Steinssmiðja S. Helgasonar kom hringsjánni fyrir efst á holtinu. En hringsjáin er reist á stöpli hornamarks sveitarfélaganna sem þar var fyrir.


Gunnar bæjarstjóri gat þess að vonandi bæru bæjarfélögin gæfu til að sjá til þess að á Smalaholti verði áfram útivistarsvæði í framtíðinni. Skógræktarfélög Garðabæjar og Kópavogs hafa ræktað útivistarskóg utan í holtinu frá 1990 með landgræðsluskógum. Þar er að vaxa upp myndarlegur  skógur sem er opinn almenningi til útivistar.


Hringsjáin er þegar komin á útivistarkort Skógræktarfélagsins af Smalaholti.


Margrét Björnsdóttir, formaður umhverfisráðs Kópavlgs, Júlía Ingvarsdóttir, formaður umhverfisnefndar Garðabæjar og Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, afjúpa hringsjána á Smalaholti.


Vinnukvöld í maí og júní 2014

Með Fréttir

Vinnukvöld hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar í maí og júní 2014

13. maí – þriðjudagur

Mæting í aðstöðunni kl. 20:00

20. maí – þriðjudagur

27. maí – þriðjudagur

3. júní – þriðjudagur

Brynjudalur – mæting í aðstöðunni kl. 18:00 eða í Brynjudal kl. 19:00

10. júní

Mæting í aðstöðunni kl. 20:00