Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2011

Undirritun um Atvinnuátakið 2011

Með Fréttir

Atvinnuátaksverkefni undirritað

Síðast liðinn miðvikudag undirrituðu Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, samning um atvinnuátak sem mun skapa 100 ungmennum í Garðabæ vinnu.  Samningurinn var undirritaður á útivistarsvæðinu Smalaholti norðan megin við Vífilsstaðavatn þar sem fjöldi ungmenna er að störfum í sumar við stígagerð, skógrækt, umhirðu o.fl.   

Samningurinn er hluti af sameiginlegu verkefni sem Skógræktarfélag Íslands í samvinnu við Innanríkisráðuneytið (áður Samgönguráðuneytið) hóf árið 2009. Þetta atvinnátak var hugsað sem þriggja ára verkefni árin 2009-2011. Samningurinn felur í sér vinnu við margvíslega umhirðu og ræktunarverkefni í tvo mánuði á þessu sumri á á svæðum Skógræktarfélags Garðabæjar, m.a. í Smalaholti, Sandhlíð og Vífilsstaðahlíð.

Öll ungmenni sem sóttu um starf hjá Garðabæ fá vinnu í sumar í 8 vikur, um 400 ungmenni starfa hjá bænum í sumar og um helmingur af þeim taka þátt í skógræktarátakinu.

Heimasíðan

Með Fréttir

Heimasíða Skógræktarfélags Garðabæjar var opnuð formlega á aðalfundi félagssins 15. mars 2010 og er ætlun hennar að gera félagsmönnum kleyft að fylgjast með hvað er í gangi og einnig til að halda utan um félagsstafssemi, myndir og skjöl félagssins. Magnús Guðlaugsson bjó til síðuna og setti upp á kerfi sem heitir Joomla!, Magnús er ungur Garðbæingur og félagsmaður í skógræktarfélaginu.

 

Vefstjóri er: Sigurður Hafliðason

Kerfisstjóri er: Magnús Guðlaugsson