Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2011

Undirritun um Atvinnuátakið 2011

Með | Fréttir

Atvinnuátaksverkefni undirritað

Síðast liðinn miðvikudag undirrituðu Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands og Barbara Stanzeit, gjaldkeri Skógræktarfélags Garðabæjar, samning um atvinnuátak sem mun skapa 100 ungmennum í Garðabæ vinnu.  Samningurinn var undirritaður á útivistarsvæðinu Smalaholti norðan megin við Vífilsstaðavatn þar sem fjöldi ungmenna er að störfum í sumar við stígagerð, skógrækt, umhirðu o.fl.   

Samningurinn er hluti af sameiginlegu verkefni sem Skógræktarfélag Íslands í samvinnu við Innanríkisráðuneytið (áður Samgönguráðuneytið) hóf árið 2009. Þetta atvinnátak var hugsað sem þriggja ára verkefni árin 2009-2011. Samningurinn felur í sér vinnu við margvíslega umhirðu og ræktunarverkefni í tvo mánuði á þessu sumri á á svæðum Skógræktarfélags Garðabæjar, m.a. í Smalaholti, Sandhlíð og Vífilsstaðahlíð.

Öll ungmenni sem sóttu um starf hjá Garðabæ fá vinnu í sumar í 8 vikur, um 400 ungmenni starfa hjá bænum í sumar og um helmingur af þeim taka þátt í skógræktarátakinu.

Heimasíðan

Með | Fréttir

Heimasíða Skógræktarfélags Garðabæjar var opnuð formlega á aðalfundi félagssins 15. mars 2010 og er ætlun hennar að gera félagsmönnum kleyft að fylgjast með hvað er í gangi og einnig til að halda utan um félagsstafssemi, myndir og skjöl félagssins. Magnús Guðlaugsson bjó til síðuna og setti upp á kerfi sem heitir Joomla!, Magnús er ungur Garðbæingur og félagsmaður í skógræktarfélaginu.

 

Vefstjóri er: Sigurður Hafliðason

Kerfisstjóri er: Magnús Guðlaugsson