Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

september 2017

Yrkjugróðursetningar 2017

Með Fréttir

Yrkjugróðursetningar í landi Bessastaða


Undanfarna daga í september hafa nemendur 4. bekkjadeilda Álftanesskóla og Hofsstaðaskóla

gróðursett birkiplöntur í landi Bessastaða. Plönturnar fá skólarnir úthlutað úr Yrkjusjóði er

frú Vigdís Finnbogadóttir stofnaði.


Einnig mættu allir nemendur Sjálandsskóla og Alþjóðaskólans í Sandahlíð til gróðursetningar yrkjuplantna.


Yrkjuverkefnið er í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar sem útvegar svæði til gróðursetninga

og leiðbeinir nemendum og kennurum við gróðursetningarnar.


Hvert barn gróðursetur um tvær plöntur hvert og fræðist um gróður og nýtur útiveru enda var

haustveðrið gott.

Haustferð 2017

Með Fréttir

Haustferð 2017


Laugardaginn 2. september stóð Skógræktarfélag Garðabæjar fyrir haustferð austur í Árnessýslu. Heimóttir voru fjórir áhugaverðir staðir sem allir höfðu sína sérstöðu, sem gerði ferðina fjölbreytta og áhugaverðari. Lagt var af stað frá Garðatorgi um klukkan níu og komið heim síðdegis.


Það er venja Skógræktarfélagsins að þakka fyrir sig með smá gjöfum þar sem Barbara finnur út hvaða plöntur myndu hæfa hverjum og einum. Okkur sýndust plöntugjafirnar hitta vel í mark.

Val heppnuð haustferð Skógræktarfélagsins.


 

Heimsókn í skrúðgarðinn í Hveragerði hjá Ingibjörgu og Hreini. Barbara afhentir þeim kveðjugjöf fyrir móttökurnar.

  

Að Snæfoksstöðum var skoðuð jólatrjáarækt undir leiðsögn Böðvars Guðmundssonar.

 


 

Að Hrosshaga var skoðuð skógrækt þeirra hjóna Gunnars Sverrissonar og Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, einnig nýstárlegir

gistimöguleikar í glærum plastkúlum til að njóta norðurljósa og stjörnunótta.

 
 

Að lokum var komið við í bústað í landi Syðri Reykja og skoðuð ræktun Sigurðar og Guðnýjar sem eru miklir safnarar

sem geta komið öllum gróðri til enda mikil fjöldi tegunda sem þau hafa komið til.