Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2017

jólaundirbúningur

Með Fréttir

Skógræktarfélag Garðabæjar kemur að undirbúningi jólanna

Árlegur jólaskógur var í Smalaholti laugardaginn 16. desember. Að þessu sinni var um að ræða samstarfsverkefni Skógræktarfélagsins og Rotarýklúbbsins í Görðum, en klúbbsfélagar hafa ræktað skóg á um eins hektara spildu í Smalaholti frá upphafi skógræktar í holtinu fyrir um þremur áratugum. Sjálfboðaliðar frá báðum félögunum störfuðu við jólaskóginn.


Jólaskógurinn í Smalaholti var vel sóttur þrátt fyrir votviðri. Það var ánægjulegt að sjá stórfjölskyldur koma saman til að velja sér jólatré í skóginum og gæða sér á kakó og piparkökum eftir að hafa valið sér tré sem mun prýða heimilin um jólin.

Skógræktarfélagið selur ekki aðeins jólatré í jólaskóginum. Hjálparsveit skáta í Garðabæ hefur fellt um hundrað furur af svæðum félagsins undanfarin ár gegn vægu gjaldi. Hjálparsveitin selur trén á jólatrjáasölu sinni. Þetta samstarf er beggja hagur til margra ára.


Í Brynjudal í Hvalfirði er Skógræktarfélagið með ræktunarreit jólatrjáa. Þar vaxa upp gríðarlega falleg tré svo sem blágreni sem eru tilbúin til sölu. Í ár hafa nokkur tré verið seld til jólatrjáasölu Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni og til Skógræktarfélags Íslands.


Við sem ræktum íslensk tré úti í náttúrunni án eiturúðunar, viljum vara kaupendur erlendra trjáa við því að með þeim geta slæðst laumufarþegar sem fjölga sér með slæmum afleiðingum fyrir uppvaxandi trjágróður í landinu bæði heima í görðum og í skógum.


Skógræktarfélag Garðabæjar hefur ræktar útvistarskóga í Garðabæ í tæp 30 ár. Svæðin eru vinsæl útvistarsvæði enda hafa stígar verið lagðir um þau fyrir almenning og sér félagið um að halda þeim við eftir fremsta megni. Í sumar og haust hefur verið ráðist í nauðsynlega grisjun í skóginum enda má hann ekki vaxa upp eins og þyrnigerðið í ævintýri Þyrnirósar. Verktakar hafa verið að störfum á vegum Skógræktarfélagsins nú í haust í Smalaholti og Sandahlíð sem útivistarfólk hefur eflaust orðið vart við í skóginum. Jólaskógurinn gegnir einnig hlutverki við grisjun skógarins en félagið gróðursetur mörghundruð tré í stað þeirra sem felld eru fyrir framtíðar jólaskóg.


Skógræktarfélag Garðabæjar óskar félagsmönnum og Garðbæingum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Erla Bil Bjarnardóttir, formaður


Jólatré sem Skógræktarfélag Garðabæjar ræktar í Brynjudal í Hvalfirði eru seld á 

Jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur.


 Gestir Jólaskógarins í Smalahoilti gæða sér á kakói og piparkökum. 

Jólaskógur 2017

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti


Jólaskógur verður í Smalaholti laugardaginn 16. desember kl. 12:00 –16:00.

Aðkoma að svæðinu er af Elliðavatnsvegi.

 

Fjölskyldan velur sér tré í skóginum og fellir sjálf með aðstoð.

Sama verð á öllum tegundum jólatrjáa kr. 7.000.-

Boðið verður upp á kakó og piparkökur.

 

Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn Görðum


sandahli jlaskg101216 1