Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

desember 2010

Jólaskógur

Með Fréttir

Jólaskógur í Smalaholti

 

Laugardag 18. desember var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Skógrækt hófst í Smalaholti árið 1989 og komið að því að grisja skóginn. Mikil og góð þátttaka var í jólaskóginum, þar sem stórfjölskyldur komu og nutu saman útiveru og völdu sér jólatré.
Þó kalt væri, var kyrrt veður og allir vel búnir til útiveru. Svo var boðið upp á heitt kakó og piparkökur.
Skógræktarfélagið er mjög ánægt með hve þetta tókst vel og samstarfið við Rotaryklúbbinn.

  

17-12-2010_18-17-20_m    17-12-2010_19-29-01_m

Ánægðir viðskiptavinir

17-12-2010_18-36-29_m    IMG_0040_m

Trénu komið í netið                                                    Heitt kakó í kaupbæti  

Sala jólatrjáa

Með Fréttir

Opinn jólaskógur í Smalaholti 2010

Næstkomandi laugardag 18. desember verður opinn jólaskógur í Smalaholti milli kl. 12:00 og 16:00.

Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum vinna saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré. Aðallega er um að ræða stafafuru og grenitegundir.

Eitt verð á öllum trjám er kr. 5000,- og trén eru pökkuð í net eftir óskum.

Ráðlegt er að mæta vel klæddur en auk þess verður boðið upp á heitt kakó.

Aðkoma að skógræktarsvæðinu í Smalaholti er við bílastæðið af Elliðavatnsvegi, norðan við Vífilsstaðavatn. Flaggað verður á staðnum.

Gerum okkur glaðan dag fyrir jólinn og njótum skógarins.

Með jólakveðju,

Skógræktarfélag Garðabæjar, Rótarýklúbburinn Görðum