Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2010

Stjórn félagsins

Með Fréttir
Aðalfundur 2016 haldinn í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli

Stjórn milli aðalfunda 2015 – 2016

                               

Formaður:                                              Erla Bil Bjarnardóttir                  bil (hjá) internet.is

 

Varaformaður:                                       Kristrún Sigurðardóttir               kristrun (hjá) islandia.is

 

Ritari:                                                    Hildigunnur Halldórsdóttir                   hildah (hjá) hive.is

 

Gjaldkeri:                                               Barbara Stanzeit                        barbaras (hjá) internet.is   

 

Meðstjórnendur:                                   Björn Már Ólafsson

                                                              Sigurður Þórðarson               sigthordar (hjá) internet.is     

                                                              Sigurður Sigurkarlsson

 

Varastjórn:                                               Einar Örn Jónsson (vefstjóri)      skogverk (hja) gmail.com

                                                              Ásta Leifsdóttir

                                                              Heimir Sigurðsson

                                                              Smári Guðmundsson

 

Skoðunarmenn:                                     Ólafur Nilsson

                                                              Helgi K. Hjálmsson

 

Varaskoðunarmaður:                            Símon Ólafsson

 

Myndsafn Skóg-Gb

Með Fréttir

 

{swf;https://www.skoggb.is/images/Flash/myndsafn_skograektarfelags_gardabaejar.swf;[changeparams]width=720;height=540;play=true;quality=high;[/changeparams]}

 

 

Veður

Með Fréttir

{source}
<html>
<script type=“text/javascript“ src=“http://vedur.is/js/iframe.js“></script>
<script type=“text/javascript“><!–
VI.ifrm.type = ‘wst’;
VI.ifrm.area = 1;
VI.ifrm.lang = ‘is’;
VI.ifrm.displayWeather();
//–>
</script>
</html>
{/source}

Græni stígurinn

Með Fréttir

Græni stígurinn

Samstarfshópur fulltrúa bæjarfélaga og skógræktarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var kallaður saman veturinn 2005 af Skógræktarfélagi Íslands til að vinna áfram að framgangi Græna trefilsins. Skýrsla kom út úr því samstarfi 2006, þar sem rakin er staða svæðanna, hvaða þjónustu þau bjóða uppá með tilliti til aðgengis og útivistar fyrir almenning og í skýrslulok hver yrðu næstu sameiginleg markmið til úrbóta á svæðunum. Skýrslan var kynnt stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, það er borgarstjóra og bæjarstjórum á höfuðborgarsvæðinu.

Stærsta markmiðið var Græni stígurinn sem liðaðist eftir endilöngum Græna treflinum. Hann skyldi vera öllum greiðfær, malbikaður og þriggja metra breiður. Honum má líkja við bláa strandstíginn.

 

Nú tölum við upp Græna stíginn næstu árin, þar til hann kemst í framkvæmd sem er þungt skipulagsferli.

Nánar þá www.skog.is

Græni trefillinn

Með Fréttir

Græni trefillinn

Græni trefillinn er samheiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði á útmörk sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu. Hann var  staðfestur í Svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið árið 2002 sem og aðalskipulagi einstakra sveitarfélaga. Af skog.is og sjá þar nánar.

 

Samstarf skógræktarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hófst 1992, er forsvarsmenn félaganna komu saman og ákváðu að safna saman gögnum um útivistarstíga á svæðum skógræktarfélaganna. Þau gögn voru þá varðveitt á allskonar teikningum og rissum hjá félögunum. Til verkefnisins voru fengnir landslagsarkitektar hjá Reyni Vilhjálmssyni, síðar Landslagi ehf. Forsvarsmenn félaganna vildu skoða stíganetið heildstætt og hvað bæri í milli að tengja svæðin saman sem mynduðu eina heild ofan höfuðborgarsvæðisins. Þessu heildstæða verki var skilað til viðkomandi bæjaryfirvalda/skipulagsmála og til höfuðstöðva skógræktarfélaganna, þ. e. Skógræktarfélags Íslands.

Oft þarf tíu ár til að tala upp verkefni, en mikilvægur áfangi náðist er Græni trefillinn komst á Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2002. Þá vissu fáir hvað Græni trefillinn væri, en nú um áratug síðar kannast flestir við hann.

 

Skógræktarsvæðin eru útivistarsvæði fyrir allan almenning sem virðir gróður og góða umgengni. Svæðin eru nýtt af ýmsum hópum, hestamönnum, hundaeigendum, hjólreiðafólki og skíðaiðkendum.

Atvinnuátak

Með Fréttir

Atvinnuátak 2009 – 2011

Þegar ljóst varð í upphafi árs 2009 að stórfellt atvinnuleysi myndi blasa við þjóðinni þá ákvað stjórn Skógræktarfélags Íslands að bjóða fram mannaflsfrek verkefni á sviði skógræktar sem hefðu það að markmiði að bæta útivistarsvæðin í upplandi höfuðborgarsvæðisins og á skógræktarsvæðum víðsvegar á landsbyggðinni. Tekið af vef S.Í. og sjá nánar skog.is

 

Skógræktarfélag Garðabæjar bauð bæjaryfirvöldum í Garðabæ til samstarfs við Atvinnuátak S.Í. 2009 með skipulagningu verkefna á skógræktarsvæðunum. Samningur var undirritaður í júní 2009 milli þessara þriggja aðila um verkefni fyrir 100 starfsmenn í tvo mánuði (júní/júlí). Verkefnið tókst vel sumarið 2009. Unnið var að fjölbreyttum verkefnum á svæðunum, þeirra stærst var lagning útivistarstígs á Smalaholti sem er fyrsti áfangi í gerð útivistarstíga á svæðinu.

Stjórn félagsins er reiðubúin til áframhaldandi samstarfs 2010.

Aldamótaskógar

Með Fréttir

Aldamótaskógar

Í tilefni þúsaldamóta árið 2000 og 70 ára afmæla Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings var stofnað til svokallaðra Aldamótaskóga á fimm svæðum á landinu, einu í hverjum landshluta. Aldamótaárið 2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og starfsmenn skógræktarfélaga liðlega 280 þúsundir skógarplantna, eina fyrir hvern Íslending, en Kaupþing lagði til plöntur og áburð. Af skog.is

 

Að sjálfsögðu tóku skógræktarfélagar í Garðabæ vel við þeirri kvaðningu að rækta aldamótaskóg á Suðurlandi. Félaginu var úthlutaður reitur nr. 6, suðaustan undir háu rofabarði í landi Gaddstaða austan Hellu á Rangárvöllum.

Helgina 17. – 20. ágúst 2000 hófst gróðursetningin, er fjöldi fólks mætti á svæðið frá skógræktarfélögum á Suður- og Suðvesturhorni landsins undir stjórn Skógræktarfélags Rangæinga. Þá mettaði Markús Runólfsson þáverandi formaður Rangæinga mannfjöldann með pylsum og brauði, (hann lést 2002).

Samkvæmt dagbók félagsins voru gróðursettar í reitinn 7000 birkiplöntur og 400 sitkagreni, af 40 þátttakendum.

Síðan hefur reiturinn verið heimsóttur nokkuð reglulega, einu sinni á sumri. Þá er hlúð að plöntum, gefinn áburður og gróðursettar fleiri tegundir, aðallega víðitegundir. Góð spretta hefur verið þarna í sandinum sem tilbreyting er að takast á við, miðað við holtin í Garðabænum.

Yrkjugróðursetningar

Með Fréttir

Yrkjugróðursetningar

Yrkjusjóður var stofnaður árið 1992, en stofnfé sjóðsins var afrakstur sölu bókarinnar Yrkja, sem gefin var út í tilefni sextugsafmælis frú Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Sjóðurinn hefur eigin stjórn, en Skógræktarfélag Íslands hefur umsjón með honum og sinnir samskiptum við skólana. Af www.skog.is.

 

Grunnskólar í Garðabæ tóku strax vel við verkefninu og gróðursettu nemendur trjáplöntur (helst birki) í svæði sem skólunum voru úthlutuð til verkefnisins. Samningur var gerður 1991 milli skógræktarfélagsins og Garðabæjar um opið svæði á Hnoðraholti sérstaklega til þessa verkefnis. Áður gróðursettu nemendur í reiti skólanna neðst í Smalaholti sem fljótir voru að fyllast. Skógræktarfélagið hefur séð um að útvega svæði til útplöntunar sem hefur reynst erfitt síðustu árin. Félagið leggur til verkfæri til gróðursetningar. Síðustu ár hafa yrkjugróðursetningar verið í fyrirhugaðan Bæjargarð austan við Hraunsholtstúnið.

Sjá nánar um Yrkjusjóðinn á www.yrkja.is

Landgræðsluskógar

Með Fréttir

Landgræðsluskógar

Verkefnið Landgræðsluskógar er samstarfsverkefni skógræktarfélaganna í landinu ásamt Landgræðslu ríkisins, Skógrækt ríkisins og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Þetta landsátak var kynnt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 1989, á þeim fyrsta sem Garðbæingar sátu. Landgræðsluskógar, eins og nafnið bendir til, er skógrækt á rýru landi, sem hentaði mjög vel á rýrum holtum ofan byggðar í Garðabæ. Þá var skógræktarfélagið komið með sitt fyrsta umsjónarsvæði,  Smalaholt, sem passaði í þetta líkan (módel). Ekki síst áttu svæðin að vera opinn öllum almenningi sem var nýjung, en áður voru skógarreitir víggirtir vegna ágangs beitar.

Þó Skógræktarfélag Garðabæjar hafi verið tiltölulega nýfætt, með eitt starfsár að baki, þá voru Garðbæingar fyrstir tilbúnir að hefja landsátakið.

Þann 10. maí 1990 kom saman fjölmenni í Smalaholti, er frú Vigdís Finnbogadóttir, þá forseti, gróðursetti fyrstu plöntuna í Landgræðsluskógum. Þar mættu Ingimundur Sigurpálsson, þá bæjarstjóri, fulltrúar bæjarstjórnar og þingmenn ásamt öðru fólki. Þetta var bjartur og fallegur dagur og hélst góða veðrið fram eftir sumri er skógræktarfélagið tók móti bæjarbúum á öllum aldri til gróðursetninga. Skólarnir fjölmenntu sem og frjáls félagasamtök, svo hið unga félag í bænum mátti vera stolt.

En um 1990 og nokkur ár á eftir var atvinnuleysi og mikil þörf fyrir að skapa störf fyrir ungt fólk í bænum til sumarstarfa. Þar kom skógræktarfélagið sterkt inn sem umsjónaraðili fleiri landgræðsluskógasvæða í Garðabæ, með því að útvega svæði og undirbúa svokallaða landgræðsluskógasamninga sem eru þrí-/fjórhliða samningar, þ.e. Skógræktarfélags Íslands, Garðabæjar,  skógræktarfélagsins og, ef um eignarland utan eigu bæjarins er að ræða, fulltrúa landeigenda.

Árið 2003 var komið að 15 milljónustu landgræðsluskógaplöntunni á landsvísu. Þá komu saman í Smalaholti stjórn Landgræðsluskóga og skógræktarfélagar, ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra er gróðursetti ilmreyni af þessu tilefni og  var tímamótanna minnst í Smalaholti þar sem fyrstu plöntur í þessu viðamikla verkefni voru gróðursettar.

Samningar um Landgræðsluskóga í lögsögu Garðabæjar eru um Smalaholt, Sandahlíð, Tjarnholt, Hádegisholt og Leirdal.

Nánar um Landgræðsluskógaverkefnið skog.is