Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júní 2013

Brynjudalsferð 2013

Með Fréttir

Ágætu skógræktarfélagar;

 

Venjulega höfum við haldið í jólatrjáareit félagsins í Brynjudal fyrsta þriðjudagskvöld í júní. Að þessu sinni höfum við ákveðið að fresta ferðinni til þriðjudagsins 25. júní. Þá verða nauðsynlegar plöntur komnar til að gróðursetja og veðrið væntanlega upp á sitt besta í kringum Jónsmessuna.

 

Eins og áður er mæting  kl. 18:00 frá aðstöðu félagsins austan Vífilsstaða en þar verður sameinað í bíla og ekið upp í Hvalfjörð. Þið getið líka ekið sjálf beint upp í Brynjudal og er áætlað að vera þar um kl. 19:00. Áætluð heimkoma er um kl .22:00.

 

Þetta kvöld munum við bæði gróðursetja og gefa eldri plöntum áburð en jafnframt njóta góðs félagsskapar. Alltaf er gott að taka með sér skjólgóðan fatnað og nesti.

 

Við viljum jafnframt minna á að önnur þriðjudagskvöld í júní munum við hittast við aðstöðu félagsins kl. 20:00 og fara þaðan út á svæðin til gróðursetningar eða umhirðu.

 

Fylgist með á heimasíðu okkar: www.skoggb.is ef breytingar skyldu verða.

 

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar