Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

júlí 2015

Árleg Brynjudalsferð

Með Fréttir

Árleg Brynjudalsferð

Skógræktarfélagar fóru í árlega ferð sína í Brynjudal í Hvalfirði þann 7. júlí síðastliðinn til að vitja um jólatrjáareit félagsins. Reiturinn er inni í  Brynjudal norðanverðum ásamt jólatrjáaræktunarreitum fleiri skógræktarfélaga á suðvesturhorninu.

Erindið var að líta eftir trjánum og gróðursetja nokkrar plöntur í viðbót í reitinn meðal annars blágreni í pottum og fjölpottaplöntur (stafafuru og fjallaþin).

Mikill og góður vöxtur er á trjám í reitnum sem félagar voru mjög ánægðir með að sjá og ekki bar á sviðnum furum né greni sem hefur verið áberandi í vor og sumar.