Skip to main content
Mánaðarlega Skjalasafn

mars 2019

Formannsskipti í félaginu

Með Fréttir

Erla Bil hættir sem formaður

Sögulegur aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar var haldinn mánudaginn 18. mars 2019 en þá hætti Erla Bil Bjarnardóttir sem formaður félagsins til yfir 30 ára, eða frá stofnun þess 24. nóvember 1988. Erla Bil hefur stjórnað félaginu af miklum skörungskap frá upphafi og á hún bestu þakkir fyrir allt sem hún hefur unnið að fyrir skógrækt og útivist í Garðabæ.

Barbara Stanzeit gjaldkeri félagsins færði Erlu Bil blómvönd sem þakklætisvott frá félaginu.

Nýr formaður var kosinn á fundinum, Kristrún Sigurðardóttir fráfarandi varaformaður félagsins. Þá var Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur kosinn í varastjórn en við það lækkaði meðalaldur stjórnarmann til muna. Á fyrsta stjórnarfundi félagsins eftir aðalfund var Sigurður Þórðarson kosinn varaformaður Skógræktarfélags Garðabæjar.

Stjórn og varastjórn frá vinstri: Ásta Leifsdóttir, Sigurður Sigurkarlsson, Björn Már Ólafsson, Sigurður Þórðarson, Smári Guðmundsson, Einar Örn Jónsson, Kristrún Sigurðardóttir, Heimir Sigurðsson, Barbara Stanzeit, Jón Ásgeir Jónsson og Hildigunnur Halldórsdóttir.

 

Erla Bil færði Arndísi Árnadóttur blómvönd með þakklæti frá félaginu, en Arndís var ritari félagsins til margra ára og hefur séð um að senda út tölvupóst til félagsmanna undanfarin ár.

Á fundinum kynnti Einar Örn Jónsson nýuppfærða heimasíðu félagsins en gamla síðan var orðin úrelt og erfið í notkun en hún var opnuð 2010. Á síðunni er margvíslegar fróðlegar upplýsingar um félagið og sögu þess.

Fundinum lauk með erindi um fuglalíf í Garðabæ sem Ólafur Einarsson og Jóhann

Óli Hilmarsson sögðu frá í máli og myndum.

Einar Jónsson kynnir nýjan vef félagsins.

Aðalfundarboð

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar

18. mars 2019 – kl. 20:00

Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoll við Kirkjulund

Dagskrá:

 • Venjuleg aðalfundarstörf:
 1. Kosning fundarstjóra
 2. Skýrsla stjórnar 2018
 3. Reikningar félagsins 2018
 4. Ákvörðun um félagsgjöld 2019
 5. Stjórnarkjör:
     • Kosning formanns
     • Kosning þriggja aðalmanna
     • Kosning þriggja varamanna
     • Kosning skoðunarmanns reikninga

 

 • Kynning á nýrri vefsíðu félagsins
 • Önnur mál
 • Kaffiveitingar í boði félagsins
 • Fuglalíf í Garðabæ

Jóhann Óli Hilmarsson og dr. Ólafur Einarsson halda erindi um fuglalíf í Garðabæ sem þeir hafa rannsakað í áraraðir. Í bæjarlandinu er fjölskrúðugt fuglalíf á skógræktarsvæðum ofan byggðar, við tjarnir, vötn og niður í fjörur.

Allir hjartanlega velkomnir

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar